Legudeildin er staðsett á 2.hæð í D-álmu og AB álmu. Þar eru 31 rúm fyrir sjúklinga með vandamál á sviði hand-, lyf- og öldrunarlækninga. Flestir leggjast inn vegna bráðra veikinda. Einnig leggjast inn einstaklingar til endurhæfingar eftir skurðaðgerðir eða veikindi, sárameðferðar, vegna næringarvandamála, öldrunarvandamála, til líknandi meðferðar og einnig koma einstaklingar í hvíldar- og endurhæfingarinnlagnir.
Hlutverk deildarinnar er að sinna almennri og bráðri sjúkrahúsþjónustu fyrir íbúa svæðisins, þar sem lögð er áhersla á að veita bestu mögulega þjónustu.
Í Víðihlíð er rekin hjúkrunardeild fyrir aldraða og er þar pláss fyrir 20 skjólstæðinga.
Deildin er á tveimur hæðum og var efri hæðin tekin í notkun árið 1992 en neðri hæðin árið 1994. Efri hæðin var öll tekin í gegn árið 2010 – 2011 og eru þar nú 8 einstaklingsherbergi og búið er að færa dagstofuna inn á miðja deild svo nú er betra aðgengi fyrir alla. Ekki er búið að lagfæra neðri hæðina og eru þar fimm tvíbýli enþá og svo tvö einbýli þannig að 12 skjólstæðingar geta búið þar.
Ljósmæðravaktin er á 2. hæð hússins og skiptist í mæðravernd og fæðingadeild.
Ljósmæðravaktin er ljósmæðrastýrð deild sem opin er allan sólahringinn, alla daga ársins.
Deildin þjónustar allar heilbrigðar fæðandi konur sem ekki eru í áhættumeðgöngu eða hafa fyrirsjáanleg vandamál í fæðingu. Einnig þjónustum við konur með smávægileg vandamál tengd meðgöngu og eftir fæðingu ásamt brjóstagjafaráðgjöf.
Konráð Lúðvíksson kvensjúkdómalæknir lét nýlega af störfum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir áratuga starf. Konráð kom fyrst til starfa á HSS árið 1984 og hefur síðan starfað...
HSS auglýsir margar spennandi stöður sem eru lausar til umsókna. Bæði er um að ræða framtíðarstörf og sumarafleysingar, fyrir lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og nema. Sérfræðingur í...
Viðhorf þeirra sem þiggja heilbrigðisþjónustu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er almennt jákvætt þegar horft er til einstakra deilda og þjónustuþátta, en er síður jákvætt þegar...
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða yfirlækni til…
Starfsfólk og stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja óska íbúum Suðurnesja…
Ljósmæðravakt HSS barst góð gjöf á dögunum þegar…
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða starfsmann í…