Komugjöld á HSS
Greiðslur sjúkratryggðra fyrir heilbrigðisþjónustu og afsláttarstofn
Ef heildarkostnaður vegna heilbrigðisþjónustu í almanaksmánuði fer yfir ákveðna fjárhæð greiða Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) eða viðkomandi heilbrigðisstofnun, það sem umfram er.
- Hámarksgreiðsla sjúkratryggðs almennt er 27.475 kr.
- Hámarksgreiðsla aldraðra, öryrkja, barna og barna með umönnunarmat er 18.317 kr.
- Hámarksgreiðsla barna í sömu fjölskyldu (með sama fjölskyldunúmer) er 18.317 kr.
Greiðslur fyrir heilbrigðisþjónustu mynda afsláttarstofn. Afsláttarstofn verður aldrei hærri en hámarksgreiðsla í almanaksmánuði. Afsláttarstofn flyst á milli mánaða að frádregnum 1/6 hluta af hámarksgreiðslu um hver mánaðamót, óháð greiðslum sjúkratryggðs. Við ákvörðun greiðsluþátttöku skal leggja saman afsláttarstofn og greiðslur. Séu samanlagðar greiðslur lægri en hámarksgreiðsla greiðir sjúkratryggður kostnaðinn allt að hámarksgreiðslu.
Komur og vitjanir
Koma á heilsugæslustöð til lækna, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga og sjúkraþjálfara á dagvinnutíma, kl. 8 - 16:
- Almennt gjald 500 kr.
Koma á heilsugæslustöð til lækna, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga og sjúkraþjálfara utan dagvinnutíma:
- Almennt gjald 3.100 kr.
Vitjun læknis á dagvinnutíma, kl. 8 - 16
- Almennt gjald 3.400 kr.
Vitjun læknis utan dagvinnutíma
- Almennt gjald 4.500 kr.
Börn undir 18 ára aldri, aldraðir og öryrkjar og þeir sem koma vegna mæðraverndar greiða ekki fyrir komur.
Slysa- og bráðamóttaka - Komur og endurkomur
- Almennt gjald 7.053 kr.
- Aldraðir og öryrkjar 4.632 kr.
Gjaldfrjálst fyrir börn undir 18 ára aldri.
Dagdeild sjúkrahúss - Komur og endurkomur
- Almennt gjald kr. 3.895 kr.
- Aldraðir og öryrkjar 2.526 kr.
Gjaldfrjálst fyrir börn undir 18 ára aldri.
Rannsóknir og greiningar
Rannsókn með beiðni til rannsóknarstofu
- Almennt gjald 2.843 kr.
- Aldraðir og öryrkjar 1.895 kr.
Krabbameinsleit
- Almennt gjald 500 kr.
- Aldraðir og öryrkjar 0 kr.
Önnur þjónusta
Auk komugjalda skulu sjúkratryggðir 18 ára og eldri, aldraðir og öryrkjar greiða fyrir aðra þjónustu sem hér segir:
- Þungunarpróf, 150 kr.
- Streptókokkarannsóknir, 240 kr.
- Lyfjaleit í þvagi, 850 kr.
- CRP (C-reaktíft prótein), 1.000 kr.
- HbA1c (glýkósýlerað hemóglóbín), 2.400 kr.
- Berklapróf (Mantoux), 3.400 kr.
- Lykkja (T), 3.400 kr.
- Hormónalykkja (Mirena), 20.800 kr.
COVID-19 vottorð fyrir einkennalausa
Einkennalausir einstaklingar sem þurfa ekki skimun vegna reglna sóttvarnalæknis greiða eftirfarandi samkvæmt gjaldskrá og reglugerð:
Sjúkratryggðir
Fullorðnir 18 ára til 67 ára greiða komugjald. Börn greiða ekki ekki komugjald en greiða fyrir skimun og vottorð.
Koma á heilsugæslustöð á dagvinnutíma 500 kr.
COVID-19 skimunargjald 7.000 kr.
Vottorð um COVID-19 niðurstöður 5.895 kr.
Ósjúkratryggðir
Koma á heilsugæslustöð á dagvinnutíma, 10.527 kr.
COVID-19 skimunargjald 7.000 kr.
Vottorð um COVID-19 niðurstöður 6.948 kr.
422-0500
422-0750
1700
112