Um sóttkví barna

mánudagur, 21. desember 2020

Vegna fyrirspurna sem borist hafa til HSS varðandi börn í sóttkví er rétt að taka fram eftirfarandi:

Ef barn er sett í sóttkví þarf annað foreldrið að taka að sér að vera með barninu í sóttkví. 

Foreldrar mega ekki skipta með sér sóttkví því þá eru fleiri útsetttir fyrir smiti.

Skipta þarf upp heimilinu eins og kostur er og gæta að smitvörnum.

Á sjöunda degi fer barnið í sýnatöku en ekki foreldrið. Ef annað eða bæði fá einkenni innan þessa sjö daga, þurfa þau að bóka sig í einkennasýnatöku.

Mikilvægt er að mæta alls ekki veik í sóttkvíarsýnatökuna.

Nánari upplýsingar má finna hér.