Nýjar reglur um heimsóknir á sjúkradeild HSS frá og með 25. mars 2021

föstudagur, 25. mars 2022
Nýjar reglur um heimsóknir á sjúkradeild HSS frá og með 25. mars 2021

Nýjar reglur um heimsóknir á sjúkradeild HSS frá og með 25. mars 2021

Heimsóknir eru takmarkaðar. Einn gestur má koma til hvers sjúklings á dag og skal heimsóknin ekki vara lengur en klukkustund. Heimsóknartíminn er milli kl 16.30 og 19.30 alla daga.

Reglur um komu gesta.

Mælst er til þess að börn undir 12 ára aldri komi ekki í heimsókn á HSS.

Aðstandendur sem eru með einkenni sem geta samrýmst COVID-19 eða öðrum veirusýkingum mega ekki koma í heimsókn fyrr en ljóst er að ekki er um COVID-19 eða aðra smitandi sjúkdóma að ræða og einkenni eru gengin yfir.

Aðstandendur sem eru með COVID-19 mega ekki koma í heimsókn fyrr en eftir útskrift frá COVID-göngudeild en þurfa þó að sýna ítrustu aðgát í nálægð við viðkvæma sjúklingahópa í tvær vikur eftir útskriftina.

Grímuskylda gesta er án undantekninga.

Gestir sem koma erlendis frá

Óbólusettir/hálfbólusettir aðstandendur sem koma erlendis frá mega almennt ekki koma í heimsókn fyrr en þeir hafa fengið neikvætt svar úr sýni á 5. degi frá komu til landsins. Hægt er að sækja um undanþágu til stjórnenda deildar í sérstökum tilvikum.

Fullbólusettir aðstandendur sem koma erlendis frá mega koma í heimsókn eftir eina neikvæða COVID sýnatöku (PCR eða hraðgreining) eftir heimkomu ef þeir eru ekki með einkenni sem geta samrýmst COVID-19. En mælst er til þess að þeir komi ekki í heimsókn fyrstu 5 dagana eftir komu til landsins til að draga úr líkum á dreifingu COVID-19.

Gestir sem eru í sóttkví vegna útsetningar fyrir COVID-19

Óbólusettir/hálfbólusettir aðstandendur sem hafa verið útsettir fyrir COVID-19 mega almennt ekki koma í heimsókn fyrr en eftir neikvætt sýni á 5. degi frá útsetningu. Hægt er að sækja um undanþágu til stjórnenda deildar í sérstökum tilvikum.

Fullbólusettir aðstandendur sem hafa verið útsettir fyrir COVID-19 mega koma í heimsókn eftir neikvætt sýni á 5. degi frá útsetningu þegar búið er að aflétta sóttkví. Hægt er að sækja um undanþágu til stjórnenda deildar í sérstökum tilvikum.

Aðalnúmer

422-0500

Grindavík

422-0750

Vaktsími eftir lokun

1700

Neyðarnúmer

112