Kvenfélagskonur gáfu heilsugæslunni heyrnarmælingatæki

fimmtudagur, 7. maí 2020
Kvenfélagskonur gáfu heilsugæslunni heyrnarmælingatæki

HSS fékk góða gjöf á dögunum þegar Kvenfélagið í Njarðvík færði heilsugæslunni nýtt heyrnarmælingatæki.

Gjöfin kemur sér afar vel, þar sem tækið er góð uppfærsla frá fyrirrennara þess, sem hefur þó þjónað heilsugæslunni og skjólstæðingum vel í gegnum árin.

Starfsfólk og stjórnendur HSS kunna kvenfélagskonum sérdeilis góðar þakkir fyrir stuðninginn og hlýhuginn.

Aðalnúmer

422-0500

Grindavík

422-0750

Vaktsími eftir lokun

1700

Neyðarnúmer

112