Kristjana E. Guðlaugsdóttir nýr starfsmannastjóri á HSS

fimmtudagur, 6. september 2018
Kristjana E. Guðlaugsdóttir nýr starfsmannastjóri á HSS

Kristjana E. Guðlaugsdóttir hefur verið ráðin sem starfsmannastjóri hjá HSS.

Kristjana (Jana) kemur til okkar frá Pennanum þar sem hún hefur sinnt starfi launafulltrúa og gjaldkera. Þar áður starfaði hún á skrifstofu Ístaks, í Tosbotn, í Noregi og sinnti þar ýmsum starfsmannamálum, sem og almennum skrifstofustörfum. Hún hefur einnig starfað sem starfsmannastjóri Skólamatar í námsleyfi þáverandi starfsmannastjóra.

Jana hefur lokið BSc. prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst. Hún hefur einnig lokið skjalfestu námi í mannauðsstjórnun hjá Endurmenntun HÍ. Þessi misserin sinnir hún mastersnámi við Háskólann á Bifröst og mun útskrifast með meistaragráðu í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun vorið 2019.

Hún er gift Erlingi J. Leifssyni, byggingaverkfræðingi og býr í Reykjanesbæ.

Við bjóðum Jönu velkomna í hópinn.

Aðalnúmer

422-0500

Grindavík

422-0750

Vaktsími eftir lokun

1700

Neyðarnúmer

112