
Vegna áframhaldandi COVID-19 faraldurs og nýtilkominnar reynslu erlendis frá af gagnsemi fjórða skammts fyrir aldraða, hefur sóttvarnalæknir ákveðið að 80 ára og eldri bjóðist fjórði skammtur af bóluefni ef a.m.k. 4 mánuðir eru liðnir frá þriðja skammti. Einnig þurfa að líða 3 mánuðir frá Covid smiti að fjórða skammti.
Hægt er að panta tíma í Covid bólusetningu á „mínar síður“ á heilsuvera.is eða hringja á heilsugæsluna í 422-0500
ATH. Nú fara bólusetningar fram á heilsugæslustöðinni Skólavegi 6.
Aðalnúmer
422-0500
Grindavík
422-0750
Vaktsími eftir lokun
1700
Neyðarnúmer
112