
Bólusett er í Hljómahöll, Hjallavegi 2, 260 Reykjanesbæ
þriðjudaginn 27. september fyrir forgangshópa og 60 ára og eldri.
Miðvikudaginn 5. október fyrir forgangshópa og aðra.
Bólusett er í Matsal Víðihlíðar í Grindavík á sömu dögum og er það vefbókanlegt.
Tímanir eru vefbókanlegir á heilsuvera.is og hvetjum við alla til að nýta tæknina og minnka álagið á símsvörun á HSS.
Sóttvarnarlæknir mælir með að inflúensubóluefni og COVID-19 bóluefni verði gefin áhættuhópum samhliða ef tímasetning síðustu COVID-19 bólusetningar leyfir (a.m.k. 4 mánuðir liðnir). Nú er mælt með Covid örvunarbólusetningu (4. bólusetning) fyrir 60 ára og eldri.
Forgangshópar í bólusetningu eru:
- Þau sem eru 60 ára eða eldri
- Fólk með langvinna sjúkdóma, s.s. hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdóma, sykursýki, illkynja sjúkdóma og aðra ónæmisbælandi sjúkdóma.
- Þungaðar konur
Þessir hópar fá bóluefnið frítt en borga komugjald, 500 kr., nema eldri borgarar og öryrkjar sem eru undanþegnir komugjaldi
ATH: Bólusett er í almenningsrými. Til að flýta fyrir er best að vera í stutterma bol eða stutterma skyrtu til að auðvelt sé að bera handlegg.
Þau sem eru yngri en 60 ára og tilheyra ekki áhættuhópum samkvæmt skilgreiningu Embættis landlæknis borga bæði komugjald, 500 kr, og bóluefnið (Vaxigrip Tetra) sem kostar nú 1.800 kr.
Þeir sem ekki komast þessa daga verður bólusetning í boði á heilsugæslunni í framhaldinu og mun verða hægt að bóka tíma á heilsuvera.is
422-0500
422-0750
1700
112