Allir verða boðaðir í Covid-bólusetningu

föstudagur, 11. desember 2020
Allir verða boðaðir í Covid-bólusetningu

Ekki er ljóst hvenær dreifing bóluefna vegna COVID-19 hefst og því ótímabært að tala um hvenær bólusetning hefst hér á landi. Vonir eru bundnar við að hún geti hafist á fyrri hluta næsta árs.

Það er ekki hægt að panta í bólusetningu. Allir munu fá boð í bólusetningu þegar kemur að þeim.

Búið er birta reglugerð um forgangsröðun við bólusetningu vegna COVID-19. Tilgangur reglugerðarinnar er að ákveða forgangsröðunina á grundvelli málefnalegra sjónarmiða.

Sóttvarnalæknir ber ábyrgð á skipulagningu og samræmingu bólusetningar, þar á meðal röðun í forgangshópa. 

Heilsugæslustöðvar sjá um framkvæmd bólusetninganna en geta ekki sett einstaklinga í forgangshóp.  

Nánari upplýsingar eru á vefnum covid.is

Vinsamlega hringið ekki í heilsugæslustöðvar vegna þessa. Enginn þarf að óttast að verða útundan þegar að bólusetningunni kemur.

Aðalnúmer

422-0500

Grindavík

422-0750

Vaktsími eftir lokun

1700

Neyðarnúmer

112