Heilsuvernd skólabarna HSS Prentvæn útgáfa

Heilsuvernd skólabarna HSS er framhald af ung- og smábarnavernd og eru níu grunnskólar í umsjá hennar.

Lögð er áhersla á fræðslu og heilsueflingu barnanna ásamt reglubundnu eftirliti með líkamlegri og andlegri heilsu þeirra. Fræðslan og heilsueflingin byggir á hugmyndafræði 6-H heilsunnar.

Hjúkrunarfræðingar sinna nemendum með langvinna sjúkdóma og fötlun og sinna slysum og veikindum sem upp koma á skólatíma.

Heilsufarsskoðanir eru framkvæmdar í fjórum árgöngum: 1., 4., 7. og 9. bekk þar sem mæld er hæð, þyngd og sjón.

Ónæmisaðgerðir eru framkvæmdar samkvæmt leiðbeiningum landlæknis.

Hjúkrunarfræðingar eiga sæti í nemendaverndarráðum allra grunnskóla Suðurnesja og eru tengiliðir skóla, heimila og HSS. Þeir starfa í þverfaglegum teymum innan skóla um málefni barna með sérþarfir og þurfa sérstök úrræði.

Vinsamlegast Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. ef þið viljið senda hjúkrunarfræðingum skólaheilsugæslu tölvupóst.

 
Ertu ánægð/ur með vef HSS?
 
Hversu oft heimsækir þú vef HSS?
 

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja | Skólavegi 6, 230 Reykjanesbæ | Kt: 511297-2819 |·S: 422-0500 Fax:421-2400 | www.hss.is | hss@hss.is