Endurnýjun lyfseðla Prentvæn útgáfa

Mælt er með því að þeir sem vilja endurnýja lyfseðla rafrænt geri það í gegnum heilsuvefinn Veru. Þar er um að ræða afar einfalda, skilvirka og örugga lausn sem sífellt fleiri eru að nýta sér. Athugið að rafræn skilríki, líkt og notuð eru fyrir heimabanka og fleira, þarf til að komast inn á vefinn.

Skjólstæðingar heilsugæslu HSS geta einnig óskað eftir endurnýjun lyfseðla með tölvupósti eða með því að hafa samband við hjúkrunarfræðinga í síma 422 - 0500 milli kl. 08:00 – 12:00 virka daga. Hér er átt við lyf sem fólk hefur áður fengið skrifað upp á hjá HSS. Reynt er að afgreiða beiðnir sem fyrst, en fólk er engu að síður hvatt til þess að sýna fyrirhyggju og óska eftir endurnýjun í tíma.

Svefnlyf, sterk verkjalyf, róandi lyf, Ritalin (og skyld lyf) og sýklalyf eru EKKI afgreidd á þennan hátt.

Vinsamlega athugið að hið hefðbundna form sem hefur verið notast við hér á síðu HSS síðustu ár er óvirkt vegna tæknilegra örðugleika. 

 
Ertu ánægð/ur með vef HSS?
 
Hversu oft heimsækir þú vef HSS?
 

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja | Skólavegi 6, 230 Reykjanesbæ | Kt: 511297-2819 |·S: 422-0500 Fax:421-2400 | www.hss.is | hss@hss.is