Læknaráð Prentvæn útgáfa

Hlutverk læknaráðs
Læknaráð skal veita ráðgjöf eftir ákvæðum laga og jafnframt stuðla að þróun HSS, þjónustugæðum, menntun lækna, læknanema og annars starfsliðs og eflingu vísindastarfs. Læknaráð tilnefnir þannig fulltrúa í þær nefndir stofnunarinnar er fjalla um læknisfræðileg efni.

Ráðgjöf
Læknaráð skal vera stjórnendum HSS til ráðuneytis um öll læknisfræðileg atriði í rekstri stofnunarinnar, enda ber forstjóra og framkvæmdastjórn að leita álits læknaráðs á því sem varðar læknisþjónustu. Læknaráð skal vera stjórnendum til ráðuneytis í málum er varða þróun stofnunarinnar og skipulag, samstarf og samhæfingu starfskrafta, rekstur, stjórnun, uppbyggingu og nýtingu einstakra stofnana spítalans.

Læknaráð skal vera öðrum stjórnendum heilbrigðismála til ráðuneytis um læknisfræðileg efni.

Faglegt eftirlit
Læknaráði og nefndum þess ber að hafa stöðugt eftirlit með gæðum læknisþjónustu á HSS, þannig að lækningar á hverjum tíma séu í samræmi við lög, þekkingu, viðkennda reynslu og gæðastaðla.

Eftirfarandi læknar eru í læknaráði HSS:

  • Andri Heide, formaður
  • Vikas Pethkar, varaformaður
  • María Kristinsdóttir, ritari

Hægt er að senda tölvupóst á læknaráð HSS á eftirfarandi tölvupóstfang:  Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .

 
Ertu ánægð/ur með vef HSS?
 
Hversu oft heimsækir þú vef HSS?
 

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja | Skólavegi 6, 230 Reykjanesbæ | Kt: 511297-2819 |·S: 422-0500 Fax:421-2400 | www.hss.is | hss@hss.is