Áramótakveðja Prentvæn útgáfa
Föstudagur, 30. desember 2016 15:27

aramot

Starfsfólk og stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja þakka skjólstæðingum og Suðurnesjamönnum öllum fyrir samskiptin á árinu sem er að líða með ósk um farsælt komandi ár.

Þar sem gamlársdag og nýársdag ber upp á helgi verður opnunartími HSS með sama sniði og aðrar helgar og helgidaga.

Læknavakt er milli kl. 10 og 13 og svo á milli 17 og 19. Bráðamóttaka lækna er opin allan sólarhringinn. Vaktsími HSS utan opnunartíma afgreiðslu er 1700. Þar fæst samband við hjúkrunarfræðing sem gefur ráð og leiðbeiningar.
Neyðarnúmer er 112.

 
Læknaþjónusta á HSS Prentvæn útgáfa
Föstudagur, 30. desember 2016 11:51

Að gefnu tilefni skal taka fram að utan hefðbundinna bókaðra tíma í læknamóttöku á heilsugæslu HSS eru eftirfarandi þjónustur í boði:

1) Læknavakt er á milli 16-20 virka daga og á milli 10-11 og 17-19 rauða daga. Þar er komugjald 3.100 krónur fyrir fullorðna, eldri borgarar á aldrinum 67 til og með 69 ára sem hafa engan eða skertan ellilífeyri greiða 2.400 og aðrir aldraðir og öryrkjar greiða 1.500.

2) Slysa- og bráðavakt, sem er ætluð fyrir slys og bráð veikindi, er opin allan sólarhringinn. Þar er komugjald 6.200 krónur fyrir fullorðna, eldri borgarar á aldrinum 67 til og með 69 ára sem hafa engan eða skertan ellilífeyri greiða 5.200 og aðrir aldraðir og öryrkjar greiða 3.400.

3) Barnalæknavakt er eftir hádegi þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga og er bókað í þá tíma að morgni. Komugjald er 890.

4) Læknatímar bókaðir samdægurs eru 10 mínútna langir. Reynt er að bjóða upp á slíka tíma á hverjum degi, en bókanir hefjast þegar skiptiborð opnar, kl. 8. Komugjald er eins og í aðra bókaða tíma, 1.200 krónur fyrir fullorðna, eldri borgarar á aldrinum 67 til og með 69 ára sem hafa engan eða skertan ellilífeyri greiða 960 krónur og loks greiða aðrir aldraðir og öryrkjar 600 krónur.

 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Ertu ánægð/ur með vef HSS?
 
Hversu oft heimsækir þú vef HSS?
 

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja | Skólavegi 6, 230 Reykjanesbæ | Kt: 511297-2819 |·S: 422-0500 Fax:421-2400 | www.hss.is | hss@hss.is