Heilbrigðisstofnun Suðurnesja rekin með 35 milljóna tekjuafgangi Prentvæn útgáfa
Föstudagur, 21. janúar 2011 11:05

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja var á árinu 2010 gert að spara um 86,5 milljónir. Það tókst og gott betur með samstilltu átaki starfsmanna því samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu er 35 milljóna tekjuafgangur, sem er tæplega 2% af heildarveltu síðasta árs.

Heildarvelta ársins 2010 var 1.852 milljónir og þar af nam rekstrarframlag ríkisins 1.713 milljónum eða 92,5%.

Stærsti kostnaðarliðurinn var sem fyrr launakostnaður. Hann nam á árinu 1.389 milljónum, sem er um 47 milljónum lægri upphæð en árið 2009.

Annar rekstrarkostnaður nam um 407 milljónum og lækkaði um 56 milljónir frá árinu 2009.

 
Sólveig Þórðardóttir lætur af störfum Prentvæn útgáfa
Miðvikudagur, 19. janúar 2011 09:54

Sólveig Þórðardóttir  fyrrverandi hjúkrunarforstjóri á heilsugæslunni í Grindavík lét af störfum síðastliðin áramót.  Sólveig hóf störf við stofnunina árið 1956 eða fyrir 54 árum, þá sem gangastúlka.

Eftir nám í ljósmóðurfræðum og hjúkrun starfaði Sólveig lengst af á fæðingadeild HSS sem deildarstjóri.   Frá árinu 1997 til 2008 var Sólveig hjúkrunarforstjóri í heilsugæslunni í Grindavík.  Síðustu tvö árin starfaði Sólveig með  sálfélagslega teymi heilsugæslusviðs að verkefninu Lausnarsteinn.

Við þökkum Sólveigu innilega fyrir langt og farsælt samstarf og óskum henni velfarnaðar í framtíðinni.

 
<< Fyrsta < Fyrri 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 Næsta > Síðasta >>

Ertu ánægð/ur með vef HSS?
 
Hversu oft heimsækir þú vef HSS?
 

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja | Skólavegi 6, 230 Reykjanesbæ | Kt: 511297-2819 |·S: 422-0500 Fax:421-2400 | www.hss.is | hss@hss.is