Málverkagjöf á D deild Prentvæn útgáfa
Miðvikudagur, 19. janúar 2011 09:53

Þann 11. janúar síðastliðinn fékk starfsfólk D-deildar að gjöf málverkið 08-08-08 (Til allra átta).  Verkið er eftir Hermann Árnason listmálara og gefið af honum fyrir frábæra umönnun og þjónustu sem veitt var föður hans Árna Baldvini Hermannssyni og fjölskyldunni allri á meðan síðustu stundir hans liðu hjá.

Starfsfólkið má ráðstafa gjöfinni að vild, þ.e. nota það til fjáröflunar fyrir deildina eða halda því sér og öllum sem dvelja á deildinni til yndis og ánægju.

Málverkið er nú komið upp á vegg á deildinni og er svo sannarlega til yndis og ánægju fyrir alla sem þar koma og er starfsfólkið á því að nota það ekki til fjáröflunar nema verulega hátt tilboð komi í verkið.

 
Aðgangur að D deild takmarkaður Prentvæn útgáfa
Mánudagur, 17. janúar 2011 16:11

Aðgangur að D-deild hefur verið takmarkaður verulega vegna sýkingar í meltingarvegum.

Heimsóknir eru verulega takmarkaðar og aðeins leyfðar í samráði við starfsfólk deildarinnar.  Sími 422-0640.

 
<< Fyrsta < Fyrri 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 Næsta > Síðasta >>

Ertu ánægð/ur með vef HSS?
 
Hversu oft heimsækir þú vef HSS?
 

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja | Skólavegi 6, 230 Reykjanesbæ | Kt: 511297-2819 |·S: 422-0500 Fax:421-2400 | www.hss.is | hss@hss.is