Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir 13-16 ára unglinga - sumar 2011 Prentvæn útgáfa
Föstudagur, 03. júní 2011 12:08

Markmið námskeiðsins er að styrkja sjálfsmynd og bæta félagsfærni barna og unglinga. Tímarnir munu byggjast upp á verkefnum/vettvangsferðum, stuttri fræðslu og þeim umræðum sem skapast hvert skipti.

Lögð verður áhersla á verkefni sem eru skemmtileg, krefjandi og skapandi.

Námskeiðið verður vikuna 20. - 24.júní og verður haldið daglega á milli kl. 13:00 –16:00. Hvert skipti hefst á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en farið verður í vettvangsferðir utan HSS bæði fótgangandi og á einkabílum leiðbeinanda.

Leiðbeinendur eru Paola Cardenas og Steinunn Anna Sigurjónsdóttir sálfræðingar sem starfa á vegum GOSA-teymis HSS.

Námskeiðið kostar 1500 kr. á mann. Hægt er að fá upplýsingar og skrá sig í gegnum tölvupóst á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða í síma 422-0500.

 
Það fer enginn smekklaus frá fæðingadeildinni Prentvæn útgáfa
Þriðjudagur, 31. maí 2011 12:08

Sandgerðingarnir Eiríkur Bragason og Lilja Hafsteinsdóttir afhentu fæðingardeild HSS í Reykjanesbæ góða gjöf um síðustu helgi.  Lilja hefur ekki setið auðum höndum s.l. tvo - þrjá mánuði, heldur setið við í frístundum og heklað sextíu ungbarnasmekki, með það að markmiði að færa fæðingardeildinni afraksturinn af vinnunni. Eiríkur tók síðan við keflinu og  fullkomnaði verkið með því að hanna og smíða stand undir alla dýrðina.

Valgerður B. Ólafsdóttir, ljósmóðir, var að vonum bæði þakklát og glöð er hún tók við gjöfinni f.h. fæðingardeildarinnar.  Lilja og Eiríkur óskuðu eftir því að nýbakaðir foreldrar fengju sjálfir að velja sér eintak af standinum, því smekkur manna er misjafn.

 • Smekklegir nýbyrar
  Lilja og Eiríkur ásamt Valgerði, ljósmóður, sem tók við gjöfinni. Valgerður er brottfluttur Sandgerðingur, skemmtileg tilviljun.
 • Smekklegir nýburar
  Stoltir foreldrar, Veronika Egyed og Lúðvík Júlíusson, völdu sér fyrsta smekkinn. Veronika og Lúðvík eru Sandgerðingar, önnur skemmtileg tilviljun.
 • Smekklegir nýburar
  Sá stutti fæddist 26. maí 2011. Til hamingju! Hann tekur sig bara vel út með smekkinn.
 • Smekklegir nýburar
  Standurinn fyrir smekkina sem Eiríkur hannaði.
 • Smekklegir nýburar
  Litríkir og fallegir smekkir.
 
<< Fyrsta < Fyrri 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 Næsta > Síðasta >>

Ertu ánægð/ur með vef HSS?
 
Hversu oft heimsækir þú vef HSS?
 

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja | Skólavegi 6, 230 Reykjanesbæ | Kt: 511297-2819 |·S: 422-0500 Fax:421-2400 | www.hss.is | hss@hss.is