Lausar stöður hjúkrunarfræðinga við skólahjúkrun Prentvæn útgáfa
Þriðjudagur, 13. júní 2017 15:43

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga til starfa við skólaheilsugæslu við Gerðaskóla, Grunnskóla Sandgerðis og Stóru-Vogaskóla. Um er að ræða 40% starf í hverjum skóla, möguleiki að einn starfsmaður sinni tveim skólum.

Helstu verkefni og ábyrgð
Heilsuvernd skólabarna er framhald af ung- og smábarnavernd. Helstu áherslur í heilsuvernd skólabarna eru fræðsla og heilsuefling, bólusetningar, skimanir, skoðanir, umönnun veikra og slasaðra barna, ásamt ráðgjöf til nemenda, fjölskyldna þeirra og starfsfólks skólans.

Hæfniskröfur

  • Hjúkrunarfræðingur með íslenskt hjúkrunarleyfi
  • Faglegur metnaður
  • Góð samskiptahæfni
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum

Frekari upplýsingar um starfið
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf 23 ágúst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Sótt er um starfið rafrænt hér á vef HSS undir Laus störf. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Starfshlutfall er 40%.
Umsóknarfrestur er til 4. júlí 2017.

Nánari upplýsingar veitir
Íris Dröfn Björnsdóttir sími 861-3916 netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. og Guðbjörg Á Sigurðardóttir sími 860-0167 netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

 
Sumarlokun fæðingarhluta Ljósmæðravaktar Prentvæn útgáfa
Mánudagur, 22. maí 2017 15:27

2 born HSSFæðingarhluti Ljósmæðravaktar HSS verður lokaður frá kl. 16 hinn 7. júlí nk. og opnar aftur kl. 8 að morgni þriðjudags 8.ágúst.

Mæðravernd verður opin virka daga frá 8-16.

Barnshafandi konum sem þurfa aðstoð fyrir utan hefðbundna mæðravernd er bent á vaktþjónustu HSS eða kvennadeild Landspítalans í síma: 543-3049 eða í skiptiborð í síma: 543-1000.

Vaktþjónusta lækna er eftirfarandi á heilsugæslunni í Reykjanesbæ:

Móttakan er opin 08:00-20:00 á virkum dögum, aðra daga frá kl. 10:00-19:00

Læknavakt lækna er frá kl. 16:00-20:00 virka daga en um helgar kl. 10:00-13:00 og 17:00-19:00

 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Ertu ánægð/ur með vef HSS?
 
Hversu oft heimsækir þú vef HSS?
 

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja | Skólavegi 6, 230 Reykjanesbæ | Kt: 511297-2819 |·S: 422-0500 Fax:421-2400 | www.hss.is | hss@hss.is