Laus staða hjúkrunarfræðings í sykursýkismóttöku Prentvæn útgáfa
Þriðjudagur, 28. febrúar 2017 16:04

MinnismerkiLaust er til umsóknar 30% afleysingastarf í rúmt ár í sykusýkismóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja frá og með 1. maí 2017.

Vinnutími er óreglulegur og helst í hendur við þá daga sem læknar móttökunnar eru með móttöku en ákveðið skipulag er alltaf nokkra mánuði fram í tímann.Í sykursýkismóttökunni er starfandi teymi sem í eru tveir heimilislæknar, einn innkirtlasérfræðingur, tveir hjúkrunarfræðingar, næringarfræðingur og sjúkraliði. Fjöldi skjólstæðinga var um áramótin tæplega 730 manns, flestir greindir með sykursýki tegund 2 en einnig eru einstaklingar greindir með tegund 1.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfið felur í sér:

  • Móttöku á einstaklingum með sykursýki áður en þeir mæta hjá lækninum, ákveðnar mælingar framkvæmdar, eftirlit með tilkomu fylgikvilla, hvatning til sjálfumönnunar, fræðsluþörf og andleg líðan metin.
  • Allir sem greinast með sykursýki mæta fyrst hjá hjúkrunarfærðingi og næringarfræðingi, tekin er heilsufarssaga, ákveðnar mælingar gerðar og fræðsla um sjúkdóminn og leiðir til að ná tökum á honum. Áhersla er á heilbrigðan lífsstíl og breyttar lífsstílsvenjur þegar við á.
  • Taka á móti skjólstæðingum utan læknisheimsókna, getur verið eftirlit með blóðsykurmælingum, ráðgjöf varðandi insulinskammta ofl.
  • Eftirfylgd og þjónusta gegnum síma eða tölvupóst.
  • Eftirfylgd með hópum af námskeiði um breyttan lífsstíl.

Hæfnikröfur

  • Hjúkrunarfræðingur með íslenskt hjúkrunarleyfi
  • Faglegur metnaður
  • Góð samskiptahæfni
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum


Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármálaráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Í starfinu felast námstækifæri sem nýtast einnig á öðrum sviðum heilbrigðisgeirans.
Sótt er um starfið rafrænt hér á hss.is undir "Laus störf". Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði.

Starfshlutfall er 30%
Umsóknarfrestur er til og með 20.03.2017

Nánari upplýsingar veitir:

Hafdís Lilja Guðlaugsdóttir - Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. - 661-0696

HSS Hg Keflavík Hjúkrunarfræðingar
Skólavegur 6-8
230 Reykjanesbær

 
Sumarafleysingar fyrir hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarnema Prentvæn útgáfa
Þriðjudagur, 07. febrúar 2017 15:17

Við hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) óskum eftir því að ráða hjúkrunarfræðinga og/eða hjúkrunarfræðinema í afleysingarstörf í sumar á eftirfarandi deildir:
D-deild (Legudeild), Heimahjúkrun, Hjúkrunarmóttöku, Slysa og bráðamóttöku, Ungbarnavernd og Víðihlíð. Um er að ræða dag- eða vaktavinnu.

Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt. Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar, hér ríkir frábær starfsandi og fjölbreytileiki einkennir stofnunina.
Helstu verkefni og ábyrgð
Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf með skemmtilegu og metnaðarfullu starfsfólki. Við hvetjum áhugasama til að skoða heimasíðu okkar www.hss.is þar eru nánari upplýsingar um allar deildir og þjónustu sem HSS veitir.

Hæfniskröfur
Hjúkrunarfræðingur með íslenskt hjúkrunarleyfi eða hjúkrunarfræðinemi sem hefur lokið þriggja ára námi í hjúkrunarfræði.
Faglegur metnaður.
Góð samskiptahæfni.
Sjálfstæði í vinnubrögðum.
Hlýtt og jákvætt viðhorf.
Starfsreynsla er kostur.
Í hjúkrunarmóttöku er æskilegt að hafa reynslu af símaráðgjöf og sárameðferð.

Frekari upplýsingar um starfið
Um er að ræða sumarafleysingu með möguleika á framtíðarráðningu. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir Laus störf. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði.

Starfshlutfall 30 – 100%
Umsóknarfrestur er til og með 20. mars 2017

Nánari upplýsingar veitir
Þórunn Benediktsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar. Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
Sími: 422-0625 og 860-0165.

 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Ertu ánægð/ur með vef HSS?
 
Hversu oft heimsækir þú vef HSS?
 

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja | Skólavegi 6, 230 Reykjanesbæ | Kt: 511297-2819 |·S: 422-0500 Fax:421-2400 | www.hss.is | hss@hss.is