Um bólusetningar á HSS við hlaupabólu Prentvæn útgáfa
Mánudagur, 17. október 2016 11:10

varilrix-fotoHeilbrigðistofnun Suðurnesja býður upp á bólusetningu við hlaupabólu. Hægt er að panta tíma í bólusetningu á hjúkrunarmóttöku í síma 422-0500 á milli kl. 8 og 16 virka daga.

Bólusett er með bóluefninu Varilrix sem er gefið í tveimur skömmtum með 8 vikna millibili. Varilrix kom á markaði árið 1995 og er mjög virkt og öruggt bóluefni. Bólusetning gegn hlaupabólu fellur ekki undir almennar barnabólusetningar hér á landi þannig að hvor skammtur af bóluefni kostar 6.200 kr.

Um Varilrix
• Varilrix er frostþurrkuð blanda af lifandi veikluðum hlaupabólu-ristilveirum.

• Það má bólusetja frá 9 mánaða aldri.

• Börn frá 9 mánaða aldri og eldri fá 2 skammta af Varilrix til að tryggja kjörvörn gegn hlaupabólu.

• 8 vikur skulu líða á milli skammtanna og ekki undir neinum kringumstæðum minna en 4 vikur.

• Hjá sjúklingum í áhættuhópi getur þurft fleiri skammta.

• Fresta skal bólusetningu með Varilrix hjá sjúklingum sem eru með bráð veikindi ásamt háum hita. Hjá einstaklingum sem eru að öðru leyti frískir er væg sýking ekki frábending.

• Þú mátt ekki fá bólusetningur ef þú ert :ófrísk, með barna á brjósti eða með ofnæmi fyrir neómýcíni

• Forðast skal þungun í 1 mánuð eftir bólusetningu

• Ef þörf er á berklaprófi skal það framkvæmt áður en eða á sama tíma og bólusett er, annars þarf að bíða í 6 vikur.

• Forðast skal salisýlöt í 6 vikur eftir hlaupabólubólusetningu þar sem greint hefur verið frá Reyes heilkenni eftir notkun salisýlata þegar náttúruleg hlaupabólusýking er til staðar.

• Varilrix má gefa samtímis öðrum lifandi og óvirkjuðum bóluefnum, en á mismunandi stungustaði.

• Ef mislingabóluefni (MMR) er ekki gefið á sama tíma og Varilrix er mælt með því að minnst einn mánuður líði.

• Varðandi mælingu mótefna, tekið VZV mótefni

 
Flensubólusetningar hafnar af krafti á HSS Prentvæn útgáfa
Fimmtudagur, 22. september 2016 11:25

vaccin-anti-grippeBólusetningar gegn inflúensu hafa farið vel af stað á HSS þar sem 508 höfðu verið bólusettir í gær, en bólusetningar hófust 14. september. Þetta eru umtalsvert fleiri en á sama tíma og í fyrra þegar um 100 höfðu verið bólusettir.

Bólusetningar eru ekki enn hafnar á heilsugæslustöðvum í Reykjavík og í raun stóð ekki til að hefja bólusetningar á HSS fyrr en 27. september, en  eftir að inflúensu varð vart á Landspítalanum í síðustu viku brugðust stjórnendur HSS skjótt við og flýttu flensubólusetningum ásamt því að fjölga starfsfólki í verkið.

Mikið hefur verið að gera og enn meira stendur til þar sem um 150 manns eru bókaðir bæði í dag og á morgun.

Alls voru rúmlega 1500 manns bólusettir fyrir inflúensu síðasta haust á HSS.

Hægt er að bóka tíma í afgreiðslu HSS í síma 422-0500 á milli 8 og 16 virka daga.

 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Ertu ánægð/ur með vef HSS?
 
Hversu oft heimsækir þú vef HSS?
 

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja | Skólavegi 6, 230 Reykjanesbæ | Kt: 511297-2819 |·S: 422-0500 Fax:421-2400 | www.hss.is | hss@hss.is