Tveir læknar á HSS útskrifast sem sérfræðingar í heimilislækningum Prentvæn útgáfa
Föstudagur, 21. október 2016 09:31
Utskrift-heimilislaekna-2016Tveir læknar við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Hörður Ólafsson og Kristinn Logi Hallgrímsson, voru meðal 18 lækna sem útskrifuðust sem sérfræðingar í heimilislækningum fyrr í mánuðinum.
 
Í frétt á heimasíðu Velferðarráðuneytisins segir að aldrei hafi eins margir heimilislæknar útskrifast í einu. Nú eru 46 læknar í sérnámi í heimilislækningum hér á landi, en námið tekur fimm ár.
 
Fjölnir Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri lækninga á HSS, fagnar þessum áfanga.
 
„Við  erum stolt af því að HSS, sem stofnun, sé metin hæf til að vera með þrjá sérnámslækna í heimilislækningum á hverjum tíma og vonandi hefur það í för með sér að í framhaldinu muni fjölga þeim læknum sem kjósa að starfa hér á Suðurnesjum.“

Frétt velferðarráðuneytisins

Mynd/Velferðarráðuneytið - Kristinn Logi og Hörður eru fyrir miðju í efstu röð.
 
Opnað fyrir tilvísanir í Forvarnar- og meðferðarteymi barna á HSS Prentvæn útgáfa
Þriðjudagur, 18. október 2016 15:30

HSS-GAA16

Opnað hefur verið á ný fyrir tilvísanir í meðferðarþjónustu við börn í Forvarnar- og meðferðarteymi barna á HSS (FMTB). Vegna manneklu hefur ekki verið mögulegt að taka við fleiri skjólstæðingum síðan í vor og fram til þessa.

 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Ertu ánægð/ur með vef HSS?
 
Hversu oft heimsækir þú vef HSS?
 

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja | Skólavegi 6, 230 Reykjanesbæ | Kt: 511297-2819 |·S: 422-0500 Fax:421-2400 | www.hss.is | hss@hss.is