Lausar stöður hjúkrunarfræðinga á slysa- og bráðadeild Prentvæn útgáfa
Föstudagur, 08. september 2017 09:52
Vegna aukinna verkefna á slysa- og bráðamóttöku HSS eru lausar stöður hjúkrunarfræðinga til umsóknar. 
 
Á deildinni starfa hjúkrunarfræðingar við fjölbreytt og krefjandi verkefni, í nánu samstarfi við fagfólk í öðrum sérgreinum og á öðrum deildum stofnunarinnar þar sem boðleiðir eru stuttar.
 
Í boði er einstaklingsaðlögun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga. Starf á slysa- og bráðamóttöku bíður upp á tækifæri til að þróa með sér mikla faglega þekkingu og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum. 
 
Helstu verkefni og ábyrgð
Hjúkrunarfræðingar á slysa- og bráðamóttöku starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum hjúkrunar og deildarinnar. 
 
Hæfniskröfur
 • Íslenskt hjúkrunarleyfi
 • Jákvætt viðmót og sjálfstæð vinnubrögð  
 • Góða hæfni og getu til samvinnu/teymisvinnu
 • Starfsreynsla er æskileg 
 • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er kostur
 • Íslensku- og enskukunnátta skilyrði
 
Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert. 
Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir Laus störf. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og viðtölum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. 
 
Starfshlutfall er 30-100%.
Umsóknarfrestur er til og með 2. október 2017   
 
Nánari upplýsingar veita:
Íris Kristjánsdóttir í gegnum netfangið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða í síma 422-0500
Guðný Birna í gegnum netfangið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða í síma 422-0500 
 
Laus framtíðarstaða launafulltrúa Prentvæn útgáfa
Fimmtudagur, 24. ágúst 2017 14:09

hss-loftmynd

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða launafulltrúa til starfa. Um er að ræða framtíðarstarf. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Almenn launavinnsla
 • Tímaskýrslur
 • Upplýsingargjöf og samskipti við launþega.
 • Ýmis tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur

 • Reynsla af launavinnslu
 • Góð almenn tölvukunnátta og færni í excel
 • Þekking á Vinnustund og Vinnu er kostur
 • Reynsla af Oracle launakerfi er kostur
 • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Frumkvæði í starfi, heiðarleiki, nákvæmni og öguð vinnubrögð

 

Frekari upplýsingar um starfið

Leitað er að samviskusömum og jákvæðum einstaklingi. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir „Laus störf“. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 11. september 2017

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um starfið veitir Elís Reynarsson, fjármálastjóri í síma 422-0500 eða í gegnum tölvupóst á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Ertu ánægð/ur með vef HSS?
 
Hversu oft heimsækir þú vef HSS?
 

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja | Skólavegi 6, 230 Reykjanesbæ | Kt: 511297-2819 |·S: 422-0500 Fax:421-2400 | www.hss.is | hss@hss.is