Laus staða sjúkraliða við skólaheilsugæslu í Grindavík Prentvæn útgáfa
Miðvikudagur, 19. apríl 2017 16:17

Við hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) óskum eftir því að ráða sjúkraliða til starfa í skólaheilsugæslu í Grindavík. Um er að ræða 20% stöðu frá 1. ágúst 2017

Helstu verkefni og ábyrgð

Heilsuvernd skólabarna er framhald af ung- og smábarnavernd og er einn skóli í Grindavík. Helstu áherslur í heilsuvernd skólabarna eru fræðsla og heilsuefling, skoðanir, umönnun veikra og slasaðra barna, ásamt ráðgjöf til nemenda, fjölskyldna þeirra og starfsfólks skólans. 

Hæfniskröfur

 • Íslenskt sjúkraliðaleyfi.
 • Faglegur metnaður og vandvirkni.
 • Jákvætt og hlýtt viðmót.
 • Góð samskiptahæfni.
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Starfsreynsla er æskileg.
 • Kostur að hafa unnið með börnum og unglingum.

Frekari upplýsingar um starfið

Um er að ræða framtíðarstarf. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.  Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir „Laus störf“. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði.

Starfshlutfall 20%

Umsóknarfrestur er til og með 22.maí 2017

Nánari upplýsingar veitir

Kolbrún U Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Sími: 422-0750 og 857-3169.

 
Sumarstörf fyrir hjúkrunarfræðinga í heimahjúkrun Prentvæn útgáfa
Miðvikudagur, 19. apríl 2017 15:42

Við hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) óskum eftir því að ráða hjúkrunarfræðinga í afleysingarstörf í sumar í heimahjúkrun. Um er að ræða vaktavinnu.

Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt. Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar, hér ríkir frábær starfsandi og fjölbreytileiki einkennir stofnunina.

Helstu verkefni og ábyrgð

Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf með skemmtilegu og metnaðarfullu starfsfólki. Við hvetjum áhugasama til að skoða heimasíðuna, en hér eru nánari upplýsingar um allar deildir og þjónustu sem HSS veitir.

Hæfniskröfur

 • Hjúkrunarfræðingur með íslenskt hjúkrunarleyfi.
 • Faglegur metnaður.
 • Góð samskiptahæfni.
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Hlýtt og jákvætt viðhorf.
 • Starfsreynsla er kostur.

 Frekari upplýsingar um starfið

Um er að ræða sumarafleysingu. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Félag íslengska hjúkrunarfræðinga.  Sótt er um starfið rafrænt hér á vefnum undir Laus störf. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði.

Starfshlutfall er 30 - 100%

Umsóknarfrestur er til og með 15. maí 2017   

Nánari upplýsingar veitir

Margrét Blöndal, deildastjóri heimahjúkrunar. Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Sími: 422-0600 og 860-0153.

 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Ertu ánægð/ur með vef HSS?
 
Hversu oft heimsækir þú vef HSS?
 

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja | Skólavegi 6, 230 Reykjanesbæ | Kt: 511297-2819 |·S: 422-0500 Fax:421-2400 | www.hss.is | hss@hss.is